Á forsíðu þíns fyrirtækis, undir yfirflokknum Stjórnun má finna uppsetningu verktakamiða.

Á meðfylgjandi skjáskoti má sjá Verktakamiðauppsetningu.
Nr.röð er sjálfkrafa valin þegar kerfi er sett upp.
Taka með færslur, segir til um tegundir fylgiskjala í lánardr.færslum sem taka á með í verktakamiðakeyrslunni. Merkt er sjálfkrafa við reikninga og kreditreikninga þegar kerfi er sett upp.
Undir vefþjónustur má finna Endapunkt sem er sjálfkrafa fylltur þegar kerfi er sett upp. Villuleit samskipta, er hægt að nota ef upp koma villur í sendingu til RSK. RSK veflykill er breytilegur milli fyrirtækja.

Verktakamiða má finna í yfirlitsstiku.

Hér fyrir neðan má sjá mynd af verktakamiðasíðunni, þar er yfirlit yfir áður senda verktakamiða (ef slíkir hafa verið myndaðir).
Reitir:
Nr. – Nr. er stofnað úr Nr.röð sem valin er í uppsetningu
Lýsing – Lýsing verktakamiða (valkvæður reitur)
Ár – Ár verktakamiða
Samtals upphæð – Samtals upphæð verktakamiða
Sent-til RSK – Segir til um hvort verktakamiðar hafi verið sendir til RSK
Sent-dags – Dagsetning þegar verktakamiðar eru sendir til RSK
Villuskilaboð – Ef ekki tókst að senda verkakamiða birtast villuskilaboðin hér

Í aðgerðastiku má finna aðgerðir sem mynda vektakamiða og senda þá til RSK.
Þegar smellt er á Mynda verktakamiða, kemur upp gluggi þar sem velja á það ár sem mynda á verktakamiða fyrir. Lýsing er valkvæð.

Þegar smellt er á Senda verktakamiða til RSK, kemur upp gluggi sem spyr hvort senda eigi miða til RSK. Þegar smellt er á Já eru miðar sendir til RSK.
Staðfesting um að það tókst að senda verktakamiða til RSK.
Ef eitthvað fer úrskeiðis við aðgerðina að senda verktakamiða kemur upp gluggi með skilaboðum um villu.
Ef Verktakamiðalína er valin, opnast spjald verktakamiða. Hægt er að breyta númeri og lýsingu ef ekki er búið að senda miða til RSK. Þar er einnig aðgerð sem sendir verktakamiða til RSK.

Línurnar sýna þá verktakamiða sem eru fyrir valið ár.
Reitir:
Lánardrottinn – Nr. lánadrottins
Nafn – Nafn lánardrottins
Upphæð – Samtals upphæð sem tekin er úr lánardr.færslum
Kennitala – Kennitala lánardrottins
Netfang – Netfang kemur sjálfkrafa frá lánardr.spjaldi, ef það er ekkert netfang á bakvið lánardr., er reiturinn auður. Hægt er að bæta við netfangi í reitinn án þess að það hafi áhrif á upplýsingar lánardrottins
Senda tölvupóst – Haka í hér, ef senda á verktakamiða skýrslu í tölvupósti
Aðgerðir sem tilheyra línum eru:
Lánadrottinn – Opnar spjald lánardrottins
Lánardr.færslur – Opnar síðu lánardr.færslna
Endurskrifa allar línur – Eyðir línum og les þær aftur inn (hægt að nota ef vafi er um mistök)
Velja alla/hreinsa – Hakar í alla Senda tölvupóst reiti, afhakar alla ef einhver er valinn
Senda verktakamiða á valda – Sendir verktakamiða tölvupóst á valda lánardrottna

1
2
3
4
5
6
7
8
9